fbpx
Þriðjudagur 24.desember 2024
433Sport

Baldvin lést 25 ára gamall eftir harða baráttu við krabbamein: „Fögnuðu með því að benda til himins“

433
Þriðjudaginn 4. júní 2019 09:14

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Andri Yrkill Valsson, blaðamaður Morgunblaðsins skrifar fallega grein í blað dagsins. Þar talar hann um fólkið sem styður við íþróttafélög sín, mikilvægi sjálfboðaliða og stuðningsmanna.

Andri skrifar pistilinn til minningar um Baldvin Rúnarsson, 25 ára Akureyringinn sem lést um helgina. Baldvin hafði háð harða baráttu við krabbamein til margra ára.

,,Íþrótt­ir og íþrótta­fé­lög eru ekk­ert án fólks­ins sem stend­ur þeim að baki. Starfs­fólk, sjálf­boðaliðar og stuðnings­menn mynda órjúf­an­lega heild sem stend­ur sam­an, fé­lag­inu sínu til heilla. Æði oft mynd­ast sterk til­finn­inga­bönd milli fé­lag­anna og fólks­ins. Þessa teng­ingu er bæði erfitt að út­skýra, en ekki síður erfitt að rjúfa. Þessi tengsl halda í blíðu og stríðu og oft yfir móðuna miklu. Ein­mitt þess vegna er svo mik­il­vægt að íþrótta­fé­lög­in og liðin sem leika und­ir þeirra merkj­um gleymi ekki þeim sem standa þar að baki. Það er fólkið sem skipt­ir öllu máli,“ skrifar Andri í Morgunblaðið í dag.

Baldvin sagði sögu sína í janúar en hana má lesa hérna

Baldvin ólst upp í Þór, hann elskaði félagið og studdi það í blíðu og stríðu. Hann lék knattspyrnu þangað til veikindin fóru að herja á hann, hann lék með Þór upp yngri flokkana en með Magna í meistaraflokki.

„Á sunnu­dag­inn var lék knatt­spyrnulið Þórs með sorg­ar­bönd til minn­ing­ar um Bald­vin Rún­ars­son sem lést á föstu­dag eft­ir erfið veik­indi, aðeins 25 ára gam­all. Til greina kom að fresta deild­ar­leik Þórs og Þrótt­ar, en eins og sagt er frá á heimasíðu Þórs þá sneru leik­menn bök­um sam­an og sögðu: „Vinn­um leik­inn fyr­ir vin okk­ar og fé­laga Bald­vin Rún­ars­son.“

Leikmenn Þór fögnuðu mörkunum með því að benda til himins, sigurinn gegn Þrótti var fyrir Baldvin.

„Það var fal­legt að sjá hvernig leik­menn minnt­ust hans, fögnuðu mörk­um sín­um með því að benda til him­ins og til­einkuðu hon­um sig­ur­inn. „Við tók­um það með inn á völl­inn í dag sem hann kenndi okk­ur með líf­inu. Hann gafst aldrei upp,“ sagði Jón­as Björg­vin Sig­ur­bergs­son eft­ir leik.“

Baldvini hafði verið veitt bronsmerki Þórs helgina á undan, fyrir stuðning sinn við félagið.

„Sjálf­ur veit ég það að Bald­vin var skil­grein­ing­in á gall­hörðum Þórsara og gott dæmi um hin órjúf­an­legu tengsl sem geta mynd­ast á milli ein­stak­lings og íþrótta­fé­lags. Það eina sem skipt­ir máli er fólkið sem stend­ur að baki fé­lag­inu, og það gerði Bald­vin svo sann­ar­lega hjá Þór. Blessuð sé minn­ing hans.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Róbert Frosti til Póllands?

Róbert Frosti til Póllands?
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Glódís Perla og Orri Steinn knattspyrnufólk ársins

Glódís Perla og Orri Steinn knattspyrnufólk ársins
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Saka ekki sá eini sem verður frá í töluverðan tíma

Saka ekki sá eini sem verður frá í töluverðan tíma
433Sport
Í gær

Maguire gæti tekið mjög óvænt skref

Maguire gæti tekið mjög óvænt skref
433Sport
Í gær

Gummi Ben heyrir köllin þar sem hann situr við eldhúsborðið heima hjá sér – „Það er yfirleitt klukkan 11 á virkum dögum“

Gummi Ben heyrir köllin þar sem hann situr við eldhúsborðið heima hjá sér – „Það er yfirleitt klukkan 11 á virkum dögum“
433Sport
Í gær

Sparkar heimsfrægum kærastanum og snýr aftur í Love Island

Sparkar heimsfrægum kærastanum og snýr aftur í Love Island
433Sport
Í gær

Arnar og Sævar lýsa yfir áhyggjum vegna stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar – „Virðist varla vera til“

Arnar og Sævar lýsa yfir áhyggjum vegna stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar – „Virðist varla vera til“