Aston Villa er komið upp í ensku úrvalsdeildina eftir sigur á Derby í umspili um laust sæti, á Wembley í dag.
Anwar El-Ghaz kom Villa yfir undir lok fyrri hálfleik, góð fyrirgjöf á fjærstöngina rataði á El-Ghaz sem kláraði vel.
John McGinn kom svo Villa í 2-0 eftir um klukkutíma leik en Birkir Bjarnason var ekki í leikmannahópi Villa.
Jack Marriott lagaði stöðuna fyrir Derby á 81 mínútu en Villa náði að halda út og er komið aftur upp, í deild þeirra bestu á Englandi.
Leikurinn er sagður skila Villa í kringum 170 milljónir punda í tekjur á næstu leiktíð, það munar um minna.