Leigubílasögurnar eru daglegur liður hér á 433.is. Í þessum lið er farið yfir helsta slúðrið og sögusagnirnar úr fótboltanum, aðallega úr bresku pressunni.
Félagaskiptaglugginn á Englandi er nú opinn en önnur félög þurfa að bíða þar til 1. júlí til að tryggja sér leikmenn.
Hér má sjá pakka dagsins.
Marcus Rashford, leikmaður Manchester United, vill fá að vita stefnu félagsins áður en hann skrifar undir nýjan samning. (Sun).
United hefur haft samband við Fulham vegna bakvörðsins Ryan Sessegnon sem er 19 ára gamall. (Sky)
Adam Lallana, leikmaður Liverpool, vill snúa aftur heim til Southampton. (Express)
Everton er að undirbúa 35 milljóna punda tilboð í framherjann Callum Wilson hjá Bournemouth. (Sun)
Everton gæti þurft að selja miðjumanninn Idrissa Gueye til að fjármagna þau félagaskipti. (Sun)
Everton hefur einnig áhuga á Aleksandar Mitrovic, 24 ára gömlum framherja Fulham. (Sky)
Juventus hefur haft samband við Maurizio Sarri, stjóra Chelsea, og vill fá hann til að taka við af Massimiliano Allegri í sumar. (SNAI)
Juventus horfir einnig til Tottenham og skoðar þann möguleika að fá Mauricio Pochettino. (Express)
Dani Alves, leikmaður PSG, bíður með að skrifa undir nýjan samning en hann vill ennþá reyna fyrir sér í ensku úrvalsdeildinni 36 ára gamall. (UOL Esporte)
Manchester United horfir til Fenerbahce og hefur áhuga á miðjumanninum Elif Elmas sem er 19 ára gamall. (Mail)