Maurizio Sarri, stjóri Chelsea, veit af hverju Eden Hazard var ekki valinn í lið tímabilsins á Englandi.
Liðið var opinberað á fimmtudaginn en allir leikmenn spila með Manchester City eða Liverpool fyrir utan Paul Pogba.
Hazard hefur átt glimrandi gott tímabil en enginn leikmaður hefur komið að eins mörgum mörkum og Belginn.
Ákvörðunin kom mörgum á óvart en Sarri telur sig vera með svörin.
,,Ég tel að Eden eigi skilið að vera í liðinu yfir 11 bestu leikmenn úrvalsdeildarinnar,“ sagði Sarri.
,,Það er hins vegar augljóst hvernig taflan lítur út, þar eru Manchester City og Liverpool og svo önnur lið. Það hefur haft stór áhrif á ákvörðunina.“