Leigubílasögurnar eru daglegur liður hér á 433.is. Í þessum lið er farið yfir helsta slúðrið og sögusagnirnar úr fótboltanum, aðallega úr bresku pressunni.
Félagaskiptaglugginn í Evrópu er lokaður í stærstu deildunum en slúðrið heldur áfram að rúlla.
Hér má sjá pakka dagsins.
————–
AC Milan vill fá Mauricio Pochettino til að taka við í sumar og gefa honum 300 milljónir punda í leikmannakaup. (Mirror)
Real Madrid vonar að Mino Raiola, umboðsmaður Paul Pogba geti sannfært hann um yfirgefa Manchester UNited. (Marca)
Real Madrid ætlar að gera nýtt tilboð í Eden Hazard en Chelsea vill 100 milljónir punda. (Telegraph)
Jurgen Klopp, vill stýra Liverpool í þrjú ár til viðbótar, hið minnsta. (TImes)
Chelsea vill fá Bruno Guimaraes, 21 árs miðjumann Athletico Paranaense. (Mail)
Real Madrid mun reyna að kaupa Kepa Arrizabalaga markvörð Chelsea í sumar. (Teamtalk)
Olivier Giroud verður áfram hjá Chelsea ef marka má orð Maurizio Sarri. (Mail)
Liverpool vill framlengja við Divock Origi. (Insider)
Manuel Pellegrini vill fá Edin Dzeko til félagsins í sumar. (Express)
RB Leipzig vill fá Tammy Abraham framherja Chelsea á 30 milljónir punda í sumar. (Insider)