Leigubílasögurnar eru daglegur liður hér á 433.is. Í þessum lið er farið yfir helsta slúðrið og sögusagnirnar úr fótboltanum, aðallega úr bresku pressunni.
Félagaskiptaglugginn í Evrópu er lokaður í stærstu deildunum en slúðrið heldur áfram að rúlla.
Hér má sjá pakka dagsins.
Paul Pogba, leikmaður Manchester United, hefur ákveðið að yfirgefa félagið í sumar og vill komast til Spánar eða Ítalíu. (AS)
Zinedine Zidane, stjóri Real Madrid, vill fá Kylian Mbappe fá Paris Saint-Germain í sumar og er hann efstur á óskalistanum. (France Football)
Sadio Mane, leikmaður Liverpool, er einnig á óskalista Zidane fyrir næstu leiktíð. (M;arca)
Barcelona íhugar að selja varnarmanninn Samuel Umtiti til Manchester United í sumar en hann vill þó ekki fara frá félaginu. (Mail)
Arsenal hefur áhuga á að semja við miðjumanninn Ander Herrera sem á aðeins þrjá mánuði eftir af samningi sínum við United. (Mail)
Bæði Tottenham og Arsenal hafa áhuga á Nicolas Tagliafico en hann er varnarmaður Ajax í Hollandi. (Sun)