Leigubílasögurnar eru daglegur liður hér á 433.is. Í þessum lið er farið yfir helsta slúðrið og sögusagnirnar úr fótboltanum, aðallega úr bresku pressunni.
Félagaskiptaglugginn í Evrópu er lokaður í stærstu deildunum en slúðrið heldur áfram að rúlla.
Hér má sjá pakka dagsins.
—–
Chelsea vill ráða Nuno Espirito Santo stjóra Wolves í sumar. (Star)
Pep Guardiola er tilbúinn að stýra Manchester City næstu fjögur árin. (Telegraph)
Ilkay Gundogan hefur ekki viljað skrifa undir nýjan samning við City. (Mirror)
Arsenal, Manchester United og Tottenham hafa áhuga á Isco sem er í kuldanum hjá Real Madrid. (Football.London)
West Brom vill ráða Slavisa Jokanovic fyrrum stjóra Fulham. (Telegraph)
Tottenham og Arsenal munu berjast um Pablo Fornals 23 ára leikmann Villarreal. (Express)
Tanguy Ndombele er á óskalsia Manchester City í sumar en Tottenham, Manchester United og Juventus hafa áhuga. (Express)