Engum dylst að KR-ingar eru góðir í körfubolta. Þeir eru eitt sigursælasta liðið í karladeild og hafa nú unnið fimm Íslandsmeistaratitla í röð. Hefur félagið nú til sölu bolla eða krúsir sem stuðningsmenn félagsins geta keypt til að monta sig af þessum árangri.
Athyglisvert er hins vegar að þetta fornfræga félag geti ekki auglýst krúsirnar á íslensku. Heita þær „Íslandsmeistara KR mug“ sem er undarlegur bræðingur af íslensku og ensku.
Ástæðan fyrir þessu er ekki kunn enn sem komið er. Er félagið að reyna að höfða til yngri kynslóðarinnar sem er orðin hálftvítyngd nú þegar? Eða kunna forsvarsmenn félagsins ekki okkar ástkæra ylhýra?