Leigubílasögurnar eru daglegur liður hér á 433.is. Í þessum lið er farið yfir helsta slúðrið og sögusagnirnar úr fótboltanum, aðallega úr bresku pressunni.
Félagaskiptaglugginn í Evrópu hefur nú opnað á nýjan leik og eru fjölmörg félög að horfa í kringum sig.
Hér má sjá pakka dagsins.
——-
Eden Hazard mun tjá Chelsea það að hann vilji fara til Real Madrid í sumar. (Telegraph)
Real telur að Hazard komi fyrir 100 milljónir punda. (Mirror)
Hazard gæti sett af stað hrunu af félagaskiptum en Mateo Kovacic færi til Chelsea endanlega og Callum Hudson-Odoi færi til Bayern. (Sun)
Chelsea gæti misst Willian en hann vill lengri en eins árs samning. (Standard)
Patrick Kluivert vill að Barcelona fái Marcus Rashford til félagsins. (Sport360)
United vill að Rashford geri nýjan samning. (Sun)
Kalidou Koulibaly miðvörður Napoli er ofarlega á óskalista Manchester United í sumar en félagið vill fyrst og fremst fá miðvörð. (Standard)
Eric Bailly er hluti af plönum Ole Gunnar Solskjær hjá Manchester United. (Sun)