Manchester United hefur hafið viðræður við Marcus Rashford um nýjan samning, félagið vill hækka launin hans.
Rashford er 21 árs gamall og hefur spilað 100 leiki í ensku úrvalsdeildinni, hann hefur sprungið út undir stjórn Ole Gunnar Solskjær.
Solskjær hefur spilað Rashford sem fremsta manni en hjá Jose Mourinho var oftar en ekki úti á kantinum.
Rashford er með 75 þúsund pund á viku í dag en United er tilbúið að borga honum 150 þúsund pund á viku í dag.
Samningur Rashford rennur út árið 2020 en United getur framlengt hann um eitt ár. Rashford hefur alla tíð leikið með United og vill félagið tryggja að framtíð hans sé hjá félaginu.
BREAKING: Manchester United open talks with Marcus Rashford over new and improved contract. #SSN pic.twitter.com/Ad8W42Dl1R
— Sky Sports News (@SkySportsNews) February 5, 2019