Miðjumaðurinn Havard Nordtveit hefur skrifað undir samning við lið Fulham í ensku úrvalsdeildinni.
Þetta var staðfest nú rétt í þessu en Nordtveit gerir samning við Fulham út tímabilið.
Hann kemur til félagsins á láni og vonast til að hjálpa liðinu að komast úr fallbaráttu.
Nordtveit er samningsbundinn Hoffenheim í Þýskalandi en var ekki lykilmaður þar.
Nordtveit er norskur landsliðsmaður og spilaði með West Ham í úrvalsdeildinni í eitt tímabil.