fbpx
Laugardagur 13.desember 2025
433Sport

Lögreglan gafst upp en almenningur sá til þess að leit er hafin á ný: Sá besti í verkið

Hörður Snævar Jónsson
Mánudaginn 28. janúar 2019 13:03

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lögreglan í Bretlandi gaf það út á fimmtudaginn að hætt væri að leita að framherjanum Emiliano Sala og flugmanninum Dave Ibbotson.

Sala og Ibbotson voru um borð í flugvél í síðustu viku sem hvarf skyndilega á leið sinni frá Nantes til Cardiff.

Eftir 72 klukkutíma leit þá gafst lögreglan upp sem varð til þess að fjölskylda Sala bað almenning um hjálp.

Fjölmargir knattspyrnumenn hafa kallað eftir því að leitinni verði haldið áfram og þar á meðal Lionel Messi, leikmaður Barcelona.

Um helgina tókst að safna 300 þúsund evrum sem eru meira en 30 milljónir króna. Leit fór aftur af stað í dag. Leikmenn eins og Demaray Gray hjá Leicester, Ilkay Gundogan hjá Manchester City og Corentin Tolisso hjá Bayern Munchen hafa styrkt málefnið.

Til að hjálpa við leitina var fenginn í verkið David Mearns, sem er sagður einn sá færasti í heiminum á þessu sviði. Hann hefur í mörg ár unnið við að finna skipsflök á botni hafsins og nú er vonast tli að hann geti fundið flugvélina, sem Sala og Ibbotson voru um borð í.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Skoða það að semja við Antonio sem er staðráðinn í að halda áfram

Skoða það að semja við Antonio sem er staðráðinn í að halda áfram
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Kemur Gyokeres til varnar

Kemur Gyokeres til varnar
433Sport
Í gær

Albert uppljóstrar um nöfn stórliða sem drógu sig úr viðræðum við hann eftir að kærumálið kom upp

Albert uppljóstrar um nöfn stórliða sem drógu sig úr viðræðum við hann eftir að kærumálið kom upp
433Sport
Í gær

Mikil reiði í garð FIFA vegna miðaverðs á HM – Kalla eftir breytingu

Mikil reiði í garð FIFA vegna miðaverðs á HM – Kalla eftir breytingu
433Sport
Í gær

Telur að Salah hafi spilað sinn síðasta leik fyrir Liverpool

Telur að Salah hafi spilað sinn síðasta leik fyrir Liverpool
433Sport
Í gær

Vilja losna við Elliott í janúar – Hætta að spila honum svo félagið þurfi ekki að kaupa hann

Vilja losna við Elliott í janúar – Hætta að spila honum svo félagið þurfi ekki að kaupa hann
433Sport
Í gær

Albert svarar fyrir stríðið við Arnar Þór og fræga Twitter færslu Eiðs Smára – „Það var raunin, hann gróf sína eigin gröf og rest in peace“

Albert svarar fyrir stríðið við Arnar Þór og fræga Twitter færslu Eiðs Smára – „Það var raunin, hann gróf sína eigin gröf og rest in peace“