David De Gea markvörður Manchester United er ekki sáttur með stöðu liðsins þrátt fyrir átta sigurleiki í röð.
De Gea segir United ekki vera komið í Meistaradeildarsæti og að liðið sé langt frá toppliðum deildarinnar.
Ole Gunnar Solskjær hefur breytt gengi liðsins og unnið alla átta leikina sína í starfi.
,,Það er rétt að við höfum fengið of mikið af mörkum á okkur á fyrri hlutanum, það er erfitt að halda hreinu í ensku úrvalsdeildinni. Við vorum ekki að verjast vel, við vorum að fá of mörg færi á okkur. Við erum byrjaðir að ná tökum á þessu,“ sagði De Gea.
,,Við erum meira með boltann, við erum að verjast betur. Við fáum færri færi á okkur, það gefur okkur sjálfstraust.“
,,Úrslitin eru góð en við erum ekki í Meistardeildarsæti, við erum langt frá toppnum í deildinni. Við erum sáttir með sigrana en við erum ekki sáttir með stöðu okkar í heild.“