Koma Gonzalo Higuain til Chelsea setur mikla pressu á Maurizio Sarri, knattspyrnustjóra Chelsea. Ensk félög fjalla um málið.
Þar er sagt að Sarri verði rekinn ef hann skilar ekki Meistaradeildarsæti í hús.
Sarri tók við Chelsea síðasta sumar og var ekki sáttur með þá framherja sem voru hjá félaginu.
Chelsea losaði sig því við Alvaro Morata og fékk inn Gonzalo Higuain að láni frá Juventus, félagið borgar honum 270 þúsund pund í laun á viku.
Þetta setur aukna pressu á Sarri og segir að Roman Abramovich muni reka Sarri úr starfi, skili hann ekki Meistaradeildarsæti.