fbpx
Miðvikudagur 23.apríl 2025
433Sport

Afi Lingard sturlaðist og öskraði á unga leikmenn United: Fékk bann fyrir hegðunina

Hörður Snævar Jónsson
Miðvikudaginn 23. janúar 2019 15:28

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Afi, Jesse Lingard leikmanns Manchester United hefur mikla ástríðu fyrir því að honum gangi vel innan vallar. Hann hefur mætt á leiki hjá Lingard frá því að hann var ungur leikmaður United.

Þegar Lingard var 11 ára gamall mætti afi hans á útileik gegn Stoke og gerði allt gjörsamlega vitlaust.

,,Ég var í unglingastarfinu hjá United, við vorum 11 ára gamlir og að spila gegn Stoke á útivelli. Það rigndi mikið og þetta var einn af þeim dögum sem við vorum ekki að spila vel. Það var mikill hiti í leiknum og stuðningsmenn Stoke og United sátu hlið við hlið,“ sagði Lingard.

,,Einn faðir leikmanns Stoke var að láta dómarann heyra það, og ég heyri í afa þar sem hann segir honum að setjast í hvelli.“

,,Þú verður að skilja að afi minn, er gamli skólinn. Hann er ekki fótboltamaður, hann var í ruðningi og í landsliði Bretlands í lyftingum. Ég og afi vorum og erum mjög nánir, hann og amma ólu mig mikið upp. Ég svaf oft á dýnu í herberginu þeirra.“

,,Þegar þú ert í svona unglingastarfi þá er þetta draumur en þú ferð ekki einn i gegnum það, sama hver þú ert. Þú þarft stuðning og hann var alltaf að styðja við mig.“

,,Í Stoke leiknum voru læti og við vorum að missa hausinn, við töpuðum leiknum og þegar þú ert hjá United þá er það alvarlegt. Sama hver aldurinn er, þegar það er flautað af þá löbbum við af stað í klefann, við bjuggumst við því að fá að heyra það frá þjálfaranum.“

,,Við erum ekki komnir í klefann þegar afi er mættur inn á völlinn og fer að segja okkur að koma. Við horfum allir á hann, hann öskraði á okkur að þetta væri til skammar. Hann sagði okkur að horfa á sjálfa okkur í spegli, að við hefðum orðið okkur til skammar. Við hefðum ekki virt merki félagsins, sagði að við værum ekki í standi til að spila fyrir félagið.“

,,Við vissum ekki hvort við ættum að gráta eða hlæja, hann fékk fjögurra leikja bann frá leikjum okkar vegna hegðunar sinnar.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Framtíðin verður brátt ljós – Fær yfir tvo milljarða fyrir þrjú ár

Framtíðin verður brátt ljós – Fær yfir tvo milljarða fyrir þrjú ár
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Rashford þráir heitt að þetta verði niðurstaðan í sumar

Rashford þráir heitt að þetta verði niðurstaðan í sumar
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Dregið í Mjólkurbikarnum – Fjórir Bestu deildarslagir

Dregið í Mjólkurbikarnum – Fjórir Bestu deildarslagir
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Nær öll stórliðin á Englandi og Spáni vilja hann – Er þó ekki spenntur fyrir því að fara

Nær öll stórliðin á Englandi og Spáni vilja hann – Er þó ekki spenntur fyrir því að fara
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Arnar er maðurinn sem Færeyingarnir eru á eftir

Arnar er maðurinn sem Færeyingarnir eru á eftir
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Myndband: Íslendingarnir grátt leiknir í gær – „Ófyrirgefanlegt“

Myndband: Íslendingarnir grátt leiknir í gær – „Ófyrirgefanlegt“
433Sport
Í gær

Stelpurnar vekja heimsathygli fyrir þessa takta fyrir framan myndavélarnar – Sjáðu myndbandið

Stelpurnar vekja heimsathygli fyrir þessa takta fyrir framan myndavélarnar – Sjáðu myndbandið
433Sport
Í gær

Losuðu sig við rétta manninn árið 2019

Losuðu sig við rétta manninn árið 2019