fbpx
Miðvikudagur 12.febrúar 2025
433

Zlatan fer yfir vandræði Pogba og Mourinho: ,,Mourinho treysti ekki Pogba“

Hörður Snævar Jónsson
Mánudaginn 21. janúar 2019 11:20

Zlatan og Raiola á góðri stundu.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Zlatan Ibrahimovic, framherji LA Galaxy segir að Paul Pogba hafi ekki treyst Jose Mourinho og Mourinho hafi ekki treyst Pogba.

Mourinho var rekinn frá Manchester United í desember en han og Pogba áttu slæmt samband. Það samband var ein af ástæðum þess að Mourinho var rekinn. Pogba hefur sprungið út eftir að Mourinho var rekinn.

Zlatan elskaði að spila fyrir Mourinho og náðu þeir vel saman hjá Inter og Manchester United.

,,Það eru leikmenn sem verða að fá að vera frjálasir, þeir verða að fá frjálsræði til að gera sína hluti,“ sagði Zlatan.

,,Mourinho er með sína taktík, hann er þannig þjálfari. Sumir leikmenn höndla það ekki, þú þarft því að vera með öðruvisi nálgun á þá. Pogba er einn af þeim.“

,,Paul fann ekki neitt traust frá Mourinho, Mourinho treysti ekki Pogba. Það er erfitt að standa sig sem leikmaður þegar þú færð ekki traust þjálfarans. Þú hefur ekki sömu orku, vilja og allt það. Jose leið eins gagnvart Pogba.“

,,Svona hlutir gerast, þetta er hluti af leiknum. Það eru ekki allir sem ná árangri saman. Við sjáum meira frá Pogba, meira sjálfstraust og hann gerir það sem hann vill. Hann er að standa sig vel.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Sif Atladóttir ráðin í starf framkvæmdastjóra

Sif Atladóttir ráðin í starf framkvæmdastjóra
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Enn eitt höggið í maga Arsenal

Enn eitt höggið í maga Arsenal
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Stuðningsmenn Liverpool fá jákvæð tíðindi

Stuðningsmenn Liverpool fá jákvæð tíðindi
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Svona er tölfræði Ruben Amorim eftir tuttugu leiki í starfi

Svona er tölfræði Ruben Amorim eftir tuttugu leiki í starfi
433Sport
Í gær

Stuttu eftir skilnað birtir hin umdeilda myndband af sér í sleik – Rapparinn gerði svo eitthvað sem hún vildi ekki

Stuttu eftir skilnað birtir hin umdeilda myndband af sér í sleik – Rapparinn gerði svo eitthvað sem hún vildi ekki
433Sport
Í gær

Kjaftasagan um að reka ætti Úlf verið á lofti í mánuð – „Það gerðist ekkert alvarlegt“

Kjaftasagan um að reka ætti Úlf verið á lofti í mánuð – „Það gerðist ekkert alvarlegt“