fbpx
Fimmtudagur 26.desember 2024
433Sport

Eiginkona Sterling lenti í hræðilegri lífsreynslu: Allt þetta gerðist í 450 milljóna króna húsinu

Ritstjórn DV
Sunnudaginn 20. janúar 2019 15:35

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Paige, unnusta Raheem Sterling, leikmanns Manchester City varð fyrir hræðilegri lífsreynslu á dögunum. Paige hafði skroppið í verslunarferð en kom til baka og varð fyrir miklu áfalli.

Sterling og Paige búa í úthverfi Manchester, þar keypti parið sér hús á 450 milljónir. Glæpamenn virðast hafa vitað hvar þau höfðu hreiðrað um sig.

Sterling var í útileik með Manchester City þegar nokkrir menn ákváðu að brjótast inn til þeirra. Paige mætti heim þegar innbrotsþjófarnir voru að sópa til sín, dýrum hlutum sem þau eiga.

Paige fékk áfall en innbrotsþjófarnir flúðu af vettvangi þegar hún kom heim og sá brotna rúðu á húsi þeirra. “The Away Day Robbers” er þekkt í England en þá er brotist inn hjá leikmönnum í ensku úrvalsdeildinni þegar þeir eru að spila útileiki.

Sterling var hræddur eftir þessi tíðindi og hefur breytt ýmsu á heimilinu eftir þetta. Sterling keypti hund sem á að verja heimilið og þá er hann með öryggisvörð í vinnu allan sólarhringinn. Hann vill að unnusta sín og börnin þeirra tvö séu örugg.

Bíll er staðsettur fyrir utan heimili þeirra en þar er öryggisvörður sem fylgist með öllu. ,,Paige var í áfalli, hún var með fullar hendur af pokum þegar hún gekk inn og sá innbrotsþjófana,“ sagði heimildarmaður ensku blaðanna.

,,Raheem var í áfalli og réð öryggisvörð og borgaði 2 milljónir fyrir sérstakan hund til að verja heimili þeirra.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 2 dögum

Arteta spurður að því hvort hann ætli að bregðast við áfallinu á leikmannamarkaðnum

Arteta spurður að því hvort hann ætli að bregðast við áfallinu á leikmannamarkaðnum
433Sport
Fyrir 2 dögum

Róbert Frosti til Póllands?

Róbert Frosti til Póllands?