fbpx
Miðvikudagur 12.febrúar 2025
433

Stjörnur og þjálfarar vilja að Solskjær fái starfið: Svona kom Mourinho fram við Carrick

Hörður Snævar Jónsson
Föstudaginn 18. janúar 2019 13:35

Gæti Carrick tekið við til framtíðar?

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ensk blöð halda því fram að leikmenn Manchester United og þjálfarar hjá félaginu vilji að Ole Gunnar Solskjær fái starfið sem knattspyrnustjóri, til framtíðar.

Solskjær tók við United í desember en var bara ráðinn tímabundið, út þessa leiktíð. Sex sigrar í fyrstu sex leikjunum hafa gefið honum von um að fá starfið til framtíðar.

Solskjær fékk starfið eftir að Jose Mourinho var rekinn úr starfi en Daily Mail fjallar um hvernig samksipti hans voru við þjálfara undir lokin.

Sagt er að Mourinho hafi komið illa fram við Michael Carrick og Kieran McKenna sem voru í teymi hans. Hann hætti að ræða við þá og hélt fundi án þess að boða þá.

Þegar Mourinho var kominn út í horn undir restina, hætti hann að ræða við þá. Hann vildi frekar funda með vinum sínum frá Portúgal sem voru í teymi hans. Carrick og McKenna voru báðir ráðnir í teymi Mourinho síðasta sumar.

Mourinho hætti að ræða við þá en Solskjær losaði sig við alla aðstoðarmenn Mourinho frá Portúgal. Carrick og McKenna héldu hins vegar starfinu og fá nú að vera með í ráðum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Sif Atladóttir ráðin í starf framkvæmdastjóra

Sif Atladóttir ráðin í starf framkvæmdastjóra
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Enn eitt höggið í maga Arsenal

Enn eitt höggið í maga Arsenal
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Stuðningsmenn Liverpool fá jákvæð tíðindi

Stuðningsmenn Liverpool fá jákvæð tíðindi
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Svona er tölfræði Ruben Amorim eftir tuttugu leiki í starfi

Svona er tölfræði Ruben Amorim eftir tuttugu leiki í starfi
433Sport
Í gær

Stuttu eftir skilnað birtir hin umdeilda myndband af sér í sleik – Rapparinn gerði svo eitthvað sem hún vildi ekki

Stuttu eftir skilnað birtir hin umdeilda myndband af sér í sleik – Rapparinn gerði svo eitthvað sem hún vildi ekki
433Sport
Í gær

Kjaftasagan um að reka ætti Úlf verið á lofti í mánuð – „Það gerðist ekkert alvarlegt“

Kjaftasagan um að reka ætti Úlf verið á lofti í mánuð – „Það gerðist ekkert alvarlegt“