Ole Gunnar Solskjær sem stýrir Manchester United fram í maí ætlar ekki að feta í fótspor Jose Mourinho og búa á hóteli.
Mourinho bjó á Lowry hótelinu í tvö og hálft ár í miðborg Manchester, kona hans vildi áfram búa í London og Mourinho vildi ekki búa einn í eigin húsnæði.
Solskjær tók við United í desember þegar Mourinho var rekinn og hefur búið á Lowry hótelinu síðan. Það er að fara að breytast.
,,Ég ennþá á hótelinu en er búinn að finna mér íbúð og verð því ekki lengi í viðbót þarna,“ sagði Solskjær.
,,Ég hef verið að keyra um og finna rétta húsnæðið, ég er með vini hérna og ég er því ekki einn að hanga á hóteli.“
Solskjær gæti fengið starfið til framtíðar en liðið hefur unnið alla sex leikina undir hanst stjórn. ,,Ég hef elskað þetta, ég er spenntur á morgnana að fara til vinnu.“