Marko Arnautovic’ framherji West Ham verður ekki með liðinu um helgina gegn Bourrnemouth. Ástæðan er tilboð frá Kína.
Shanghai SIPG bauð 35 milljónir punda í Arnautovic á dögunum en því tilboði var hafnað.
West Ham vill ekki selja Arnautovic, ári eftir að hann kom til félagsins en framherjinn frá Austurríki vill ólmur fara.
Arnautovic er með 100 þúsund pund á viku hjá West Ham en Shanghai SIPG ætlar að borga honum 300 þúsund pund á viku. Framherjinn er því ekki í ástandi til að spila.
Arnautovic’ vonast til þess að West Ham leyfi sér að fara á endanum enda mikil búbót fyrir hann að komast til Kína.