Paul Scholes fyrrum miðjumaður Manchester United segir að Jose Mourinho, hafi viljað vera rekinn frá félaginu.
Mourinho var rekinn frá United í desember, eftir tvö og hálft ár í starfi. United hefur unnið alla leiki efitr að Mourinho var rekinn og Ole Gunnar Solskjær.
,,Mér fannst að Mourinho hafi ekki viljað vera þarna, hann náð að binda enda á þetta á fullkomin hátt, á endanum,“ sagði Scholes.
,,Blaðamannafundir hans voru til skammar, svo neikvæðir. Það var augljóst að leikmenn vildu ekki spila fyrir hann, það rétta gerðist svo.“
Scholes segir að hann hafi áttað sig á að allt væri í steik þegar Mourinho var farinn í stríð við Antonio Valencia, fyrirliða liðsins.
,,Hann var í stríði við Valencia, hann er ljúfasti maður í heiminum. Það er ómögulegt að vera illa við Valencia.“
,,Það var stórt merki um að allt væri í steik.“