fbpx
Sunnudagur 06.apríl 2025
433

Solskjær hjálpar United við að fá norskt undrabarn: Liverpool og Everton hafa áhuga

Hörður Snævar Jónsson
Miðvikudaginn 16. janúar 2019 15:05

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Isaac Hansen-Aarøen er 14 ára leikmaður Tromsö í Noregi og þar í landi er talað hann sem næstu stjörnu landsins.

Hansen-Aarøen getur hins vegar ekki farið yfir til Englands fyrr en hann verður 16 ára. Hann gæti þó farið til reynslu hjá félögum en Manchester United, Liverpool og Everton hafa áhuga á honum.

Samkvæmt fréttum í Noregi í dag nálgast Untied samkomulag við Tromsö um að hann komi til félagsins 16 ára gamall. Ole Gunnar Solskjær sem stýrir United í dag er sagður spila stórt hlutvekr.

Svein-Morten Johansen yfirmaður knattspyrnumála hjá Tromsö er á leið til Manchester. ,,Ég fer til Manchester í dag og funda með Manchester United sem vilja ganga næsta skref, við áttum fund með þeim í Tromsö í haust. Við ræðum málið ekki meira,“ sagði Johansen.

Eins og fyrr segir getur Hansen-Aarøen ekki skrifað undir fyrr en hann nær 16 ára aldri en hægt er að gera samkomulag sem tæki svo gildi þegar hann nær 16 ára aldri.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

England: Ipswich 12 stigum frá öruggu sæti – Þrjú rauð spjöld í einum leik

England: Ipswich 12 stigum frá öruggu sæti – Þrjú rauð spjöld í einum leik
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Segir að risastórt enskt félag sé að horfa til mannsins sem var rekinn frá West Ham

Segir að risastórt enskt félag sé að horfa til mannsins sem var rekinn frá West Ham
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Setti athyglisvert met í tapinu gegn Liverpool

Setti athyglisvert met í tapinu gegn Liverpool
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Setur fótinn niður og er hættur að fagna mörkum – ,,Geri þetta ekki aftur“

Setur fótinn niður og er hættur að fagna mörkum – ,,Geri þetta ekki aftur“