Aleksandar Mitrovic og Aboubakar Kamara eru ekki neinir vinir þrátt fyrir að spila með sama liðinu, Fulham. Þeir félagar hata hvorn annan og hafa gert síðustu vikur.
Allt byrjaði það þegar Kamara reif boltann af Mitrovic geng Huddersfield í ensku úrvalsdeildinni og tók vítapsyrnu. Claudio Ranieri hafði skipað að Mitrovic tæki spyrnuna en Kamara var sama, hann ætlaði að taka hana. Hann tók spyrnuna og klikkaði, hann hefur ekki fengið frið síðan.
Í síðustu viku voru leikmenn Fulham sendir í jóga og þar gjörsamlega sprakk allt, Mitrovic taldi Kamara vera með dónaskap við kennarann.
Hann sagði honum til syndanna með þeim afleiðingum að allt sauð upp úr og þeir fóru að slást. Þeir tóku hvorn annan hálstaki og öskruðu á hvorn annan.
Leikmenn Fulham voru hissa enda átti stundin að vera róleg og notalegt, liðið er í mikilli fallbaráttu og átti þetta að reyna hjálpa leikmönnum liðsins að ná ró og frið í líkama sinn.
Það heppnaðist ekki vel en ljóst er að Ranieri þarf að ná að róa þessa félaga í ensku úrvalsdeildinni.