Það fór fram stórleikur í ensku úrvalsdeildinni í gær er Tottenham fékk lið Manchester United í heimsókn. Það var boðið upp á mjög skemmtilegan leik á Wembley en aðeins eitt mark var þó skorað.
Það gerði Marcus Rashford fyrir gestina í rauðu en hann skoraði eina mark leiksins eftir laglega sókn í fyrri hálfleik. Tottenham fékk svo sannarlega færi til að jafna metin en David de Gea var ótrúlegur í marki United.
Spánverjinn varði alls 11 skot í leiknum en kollegi hans hjá Tottenham, Hugo Lloris, þurfti einnig nokkrum sinnum að vera á tánum. United er enn í sjötta sæti deildarinnar en er nú með jafn mörg stig og Arsenal sem situr í fimmta sæti.
Gengi United hefur verið frábær undir Ole Gunnar Solskjær og var liðið að vinna sinn sjötta leik í röð.
Liðið hefur unnið fimm leiki í deildinni, ekkert lið hefur gert það á sama tíma. United hefur skorað fimmtán mörk en það er það mesta í deildinni, þá hefur liðið aðeins fengið á sig þrjú sem er það minnsta í deildinni.
Solskjær er aðeins að stýra United tímabundið en með sama áframhaldi er líklegt að hann fái starfið til framtíðar.
The Premier League table since Ole Gunnar Solskjaer's appointment pic.twitter.com/zCEg19ZOYC
— WhoScored.com (@WhoScored) January 13, 2019