Aaron Ramsey, leikmaður Arsenal, hefur samþykkt að ganga í raðir Juventus næsta sumar.
Sky Sports á Ítalíu fullyrðir þessar fregnir en Ramsey hefur sterklega verið orðaður við félagið undanfarið.
Samkvæmt fregnum verður Ramsey tilkynntur næsta miðvikudag eftir leik Juventus og AC Milan í bikarnum.
Ramsey gengur frítt í raðir Juventus en hann verður samningslaus í sumar og mun ekki krota undir á Emirates.
Sagt er að Ramsey muni gera fimm ára samning við Juventus og þéna 140 þúsund pund á viku. Að auki fær hann myndarlega summu þegar hann skrifar undir.