Ole Gunnar Solskjær, sem er í dag stjóri Manchester United bað Sir Alex Ferguson um að koma á æfingasvæði félagsins á dögunum.
Solskjær sem stýrir United út þessa leiktíð hefur unnið fimm fyrstu leikina sína í starfi.
Hann vildi fá sigursælasta stjóra í sögu félagsins til að koma og ræða við félagið. Ferguson lét af störfum árið 2013, síðan hefur félagið verið í vandræðum.
Jose Mourinho var rekinn í desember en hann var fjórði stjórinn sem stýrir liðinu eftir að Ferguson hætti.
,,Hann sagði leikmönnum það að þeir myndu sjá til þess að United yrði sigursælt á nýjan leik,“ segir heimildarmaður úr herbúðum félagsins.
,,Hann sagðist hafa trú á þessum leikmönnum, hann vildi að þeir myndu njóta sín og bejast fyrir hvorn annan. Skilja allt eftir á vellinum.“
,,Hann sagði að félagið væri í góðum höndum, hann sagði þeim að félagið yrði stærra og betra á næstu árum, að þeir yrðu hluti af því.“