Ole Gunnar Solskjær sem er aðeins tímabundið stjóri Manchester United mun funda með Ed Woodward, stjórnarformanni félagsins um hugsanleg leikmannakaup.
Ljóst er að félagið var búið að teikna upp plan fyrir janúar mánuð áður en Jose Mourinho var rekinn og Solskjær tók við.
Undir stjórn United hefur Solskjær unnið fjóra fyrstu leiki sína og möguleiki er á að hann fái starfið til framtíðar.
,,Ég er viss um að félagið ehfur plan fyrir þennan glugga, það hefur verið til frá því í sumar eða árið áður,“ sagði Solskjær en talið er að félagið hafi áhuga á að kaupa miðvörð.
,,Félagið er vel skipulagt og ég er því viss um að félagið viti hvaða leikmenn það hefur áhuga á.“
,,Ég er með mína skoðun og við munum setjast niður, ég og Woodward og sjá hvort eitthvað sé í gangi.“