Það var fjör í ensku úrvalsdeildinni í þessari fyrstu umferð á nýju ári. Liverpool tapaði sínum fyrsta leik á tímabilinu þegar liðið heimsótti Manchester City.
Liverpool hefur samt sem áður fjögurra stiga forskot á toppi deildarinnar og er til alls líklegt á nýju ári.
Chelsea missteig sig gegn Southampton en Manchester United vann sigur á Newcastle.
Arsenal var ekki í vandræðum með Fulham og Tottenham vann góðan sigur á Cardiff.
Gylfi Þór Sigurðsson og félagar töpuðu gegn Leicester en Jóhann Berg Guðmundsson byrjaði í sigri Burnley á Huddersfield.
Lið vikunnar í ensku úrvalsdeildinni að mati BBC er hér að neðan.