Ilkay Gundogan miðjumaður Þýskalands fékk að finna fyrir því að Mesut Özil væri búinn að eiga í deilum við þýska knattspyrnusambandið.
Özil hætti í þýska landsliðinu í sumar og sakaði stóran hluta af Þjóðverjum um kynþáttaníð.
Özil tók mynd af sér með Erdogan forseta Tyrklands en þangað á hann ættir að rekja. Erdogan er umdeildur maður og hans aðferðir. Við þetta voru Þjóðverjar ekki sáttir.
Gundogan gerði slíkt hið sama en hann á einnig ættir að rekja til Tyrklands.
Özil hefur farið í hart við Þýskaland og látið vel í sér heyra, Gundogan fékk að finna fyrir því í gær.
Þýskir stuðningsmenn bauluðu hressilega á Gundogan í markalausu jafntefli gegn Frakklandi í Þjóðadeildinni í gær