Jurgen Klopp stjóri Liverpool fer fram á það að allir erlendir leikmenn félagisns læri ensku og það fljótt og örugglega.
Klopp telur það mikilvægt til að leikmenn verði fljótari að aðlagast því að vera í nýju landi.
Klopp er að byggja upp sterkt lið á Anfield og virðist ná vel til leikmanna félagsins.
,,Það er mjög mikilvægt, í tíu af hverjum tíu skiptum þá eru það bestu leikmennirnir sem leggja eitthvað á sig til að læra tungumálið,“ sagði Alan Redmond sem sá um að kenna ensku hjá Liverpool.
,,Ég nefni ekki nein nöfn, en ég gæti talið upp sjö eða átta dæmi um leikmenn sem mættu og vildu ekkert læra ensku.“
,,Yfirleitt eftir hálft ár eða ár þá var búið að losa þessa leikmenn, á láni eða þeir seldir.“