John Terry fyrrum fyrirliði Chelsea leitar sér að nýju liði en samningur hans við Aston Villa rann út í júní.
Terry lék í eitt ár með Villa í Championship deildinni eftir farsælan feril með Chelsea.
Ekki er útilokað að hann snúi aftur til Villa eða gangi í raðir Sporting Lisbon í Portúgal.
Veðbankar á Englandi telja hins vegar einnig möguleika á því að hann gangi í raðir Manchester United.
Þar er hans gamli stjóri, Jose Mourinho og honum langar í miðvörð. Félagaskiptaglugignn er lokaður en Terry er án félags og getur því samið við United.
Terry er 37 ára gamall og óvíst er hvort hann höndli enn hraðann í ensku úrvalsdeildinni. Veðbankar hafa síðustu daga lækkað stuðulinn á það að Terry semji við United.
,,Við útilokum það ekki að United krækji í Terry,“ sagði talsmaður Ladbrokes sem hefur lækkað stuðulinn á þetta síðustu daga.