Graeme Souness, fyrrum leikmaður Liverpool, er alls enginn aðdáandi miðjumannsins Paul Pogba sem spilar með Manchester United.
Souness segir að Pogba sé ekki að spila fyrir liðið heldur sjálfan sig og getur ekki beðið eftir því að verða seldur.
,,Paul Pogba spilar bara fyrir sig sjálfan. Þetta snýst allt um það hversu svalur hann er,” sagði Souness.
,,Hann sýnir okkur hversu sniðugur hann er. Ég held að hann sé bara í liðinu til að halda verðmiðanum uppi þangað til United getur selt hann.”
,,Það er engin önnur ástæða fyrir því að hann ætti að vera í liðinu. Kannski erum við að sjá sjálfselska leikmanninn sem Sir Alex Ferguson var ekki svo hrifinn af?”