Mauricio Pochettino, stjóri Tottenham, segir að sínir leikmenn þurfi að sýna ensku úrvalsdeildinni meiri virðingu.
Tottenham tapaði sínum fyrsta deildarleik í gær er liðið heimsótti Watford og sætti sig við 2-1 tap.
Pochettino var ekki ánægður með sína leikmenn í þeim leik og segir að þeir þurfi að spila miklu betur.
,,Þetta ætti að vekja alla í liðinu. Ef þú vilt vera í samkeppni þá þarftu að vinna,” sagði Pochettino.
,,Þú þarft að vinna auðveldlega. Það var allt til staðar svo við gætum unnið þennan leik. Við þurfum að sýna keppninni meiri virðingu.”
,,Þú þarft að spila miklu, miklu betur. Við þurfum að fara þangað og reyna að skora úr hverri sókn. Við spiluðum fótbolta en við þurfum að sýna miklu meiri ákefð.”