Það gengur erfiðlega hjá liði Manchester United þessa stundina en liðið tapaði gegn West Ham í dag.
Um var að ræða leik í ensku úrvalsdildinni en West Ham hafði betur 3-1 og tapaði United sínum þriðja deildarleik.
Ekki nóg með það heldur er United einnig úr leik í enska deildarbikarnum eftir tap gegn Derby í vikunni.
United hefur aðeins náð í tíu stig í fyrstu sjö leikjum deildarinnar og er þetta versta byrjun liðsins í 29 ár.
United náði einnig í tíu stig í fyrstu sjö leikjunum undir stjórn David Moyes árið 2013 en markatala liðsins var töluvert betri.
United hefur skorað tíu mörk og fengið á sig 12 sem er ólíkt liði sem spilar undir stjórn Jose Mourinho.
10 – Manchester United last picked up fewer points from their opening seven games of a top-flight season in 1989/90 (7). Predicament. #WHUMUN pic.twitter.com/NwLpm94zcm
— OptaJoe (@OptaJoe) 29 September 2018