Diego Costa framherji Atletico Madrid sér eftir því að hafa farið til Chelsea en er stoltur af tíma sínum þar.
Costa gekk í raðir Atletico Madrid í janúar eftir harðar deilur við Antonio Conte, þá stjóra félagsins.
,,Ég sé ekki eftir þessari reynslu, ég vildi spila í ensku úrvalsdeildinni. Chelsea er stórt félag, þegar ég fór þangað hið minnsta,“ sagði Costa.
,,Ég gerði mjög vel og langaði í nýja áskorun, ég er stoltur af tíma mínum þar Ég vann deildina tvisvar.“
Costa er sáttur með að sjá að Antonio Conte sé ekki í starfi í dag.
,,Sjáið hvar Conte er í dag? Ég gerði mistök með að fara til Chelsea, vegna þess hvernig þeir taka á hlutum.“