Það er alvöru rimma í ensku úrvalsdeildinni á morgun þegar Liverpool heimsækir Chelsea.
Liðin áttust við á miðvikudag í enska deildarbikarnum þar sem Chelsea skellti Liverpool úr leik.
Maurizio Sarri stjóri Chelsea vinnur gott starf á Stamford Bridge en hann setur pressu á Liverpool fyrir leikinn.
,,Þetta er nýr dagur, ný keppni með mjög breyttum byrjunarliðum,“ sagði Sarri en báðir stjórar gerðu margar breytingar í deildarbikarnum.
,,Kannski er meiri metnaður í Liverpool eftir miðvikudaginn, þeir eru með magnað lið.“
,,Þeir hafa verið undir stjórn Klopp nú á fjórða ár, Liverpool er tilbúið að vinna ensku úrvalsdeildina.“