Marcus Rashford sóknarmaður Manchester United hefur fengið viðvörun frá Jose Mourinho stjóra félagsins.
Mourinho hefur áhyggjur af því að viðhorf sóknarmannsins sé ekki ekki nógu gott.
Stjórinn las yfir Rashford eftir sigur á Young Boys í Meistaradeildinni í síðustu viku.
Rashford átti ekki sérstakan leik en hann hlustaði ekki á þjálfarateymið eftir leik.
Hann átti þá að taka endurheimt með því að skokka eftir leik en gerði það ekki. Mourinho var ósáttur með það.
Rashford var að klára þriggja leikja bann á Englandi og getur spilað gegn West Ham um helgina.