Alexis Sanchez, leikmaður Manchester United, sér mikið eftir því að hafa ekki samið við Manchester City.
Þetta segir fyrrum leikmaður United, Paul Ince en Sanchez hefur alls ekki náð sér á strik á Old Trafford.
Sílemaðurinn gat valið á milli þessara tveggja liða í janúar og segir Ince að hann hafi tekið ranga ákvörðun.
,,Þegar Sanchez fór fyrst til Manchester United var augljóst að hann væri að semja við lið sem hentar ekki hans leikstíl,“ sagði Ince.
,,Ég sé fólk sem segir að hann leggi sig ekki nóg fram eða reyni ekki nógu mikið, ég sætti mig ekki við það.“
,,Hann gerir eins mikið og hann getur en þegar þinn leikstíll hentar ekki liðinu, hvað meira geturðu gert?“
,,Sanchez mun sjá mikil eftir því að hafa ekki farið til Manchester City. Það hefði verið besta liðið fyrir hann.“
,,Lið sem lætur boltann ganga, spilar sóknarsinnað og þér er sagt að koma boltanum fram völlinn.“