Vincent Kompny fyrirliði Manchester City mun fá heiðursleik hjá félaginu í ágúst á næsta ár.
Þá hefur Kompany verið í tíu ár hjá félaginu og vill City heiðra hann fyrir það.
Þessi 32 ára varnarmaður hefur ákveðið að gefa allan ágóðann af leiknum til fólks sem er án heimilis.
Peningurinn fer til fólks sem er án heimilis en búist er við að tekjur af leiknum verði í kringum 150 milljónir punda.
Varnarmaðurinn vill gefa samfélaginu í borginni til baka þar sem hann hefur búið í tíu ár.