Paul Pogba fékk þau skilaboð í gær um að hann myndi aldrei bera fyrirliðabandið hjá Manchester United á nýjan leik.
Þessi franski miðjumaður hefur borið bandið þrisvar á þessu tímabili en Mourinho telur hegðun hans ekki lengur ásættanlega. Leikmannahópur United fékk að vita þetta í gær fyrir tap gegn Derby í deildarbikarnum. Pogba var ekki í leikmannahópi United, hann horfði úr stúkunni.
Meira:
Ítarleg greining á sambandi Mourinho og Pogba – Pogba hegðar sér eins og kóngur
Fullyrt er að Pogba vilji burt frá United í janúar en hann kom til félagsins fyrir rúmum tveimur árum á 89 milljónir punda.
Fréttamönnum var hleypt á æfingu félagsins í dag en þegar Pogba hljóp að Mourinho þá var hann fljótur að verða hissa á svipinn. Samband þeirra er ekki gott en þar mátti sjá þá tala saman en líkamstjáning Pogba var furðuleg.
Það virðist vera að þeir félagar geta ekki unnið saman og því spyrjum við, hvort á Manchester United að losa sig við Pogba eða Mourinho?
Taktu þátt í könnun okkar hér að neðan.