fbpx
Sunnudagur 24.nóvember 2024
433

Hvað myndi Ferguson gera við Paul Pogba?

Hörður Snævar Jónsson
Þriðjudaginn 25. september 2018 09:39

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það virðist ekkert lagast í sambandi Jose Mourinho og Paul Pogba hjá Manchester United, miðjumaðurinn gagnrýndi stjórann eftir jafntefli gegn Wolves um helgina.

Pogba vildi fara frá United í sumar en fékk það ekki í gegn en þetta er í annað skiptið á ferlinum sem hann er hjá United.

Sir Alex Ferguson, fyrrum stjóri United missti trú á Pogba þegar Mino Raiola, umboðsmaður hans, mætti á fund. Ferguson neitaði að gangast að kröfum Pogba sem varð til þess að hann fór frítt frá félaginu.

Ljóst er að Pogba hefði aldrei komist upp með að haga sér eins og hann gerir núna í stjóratíð Ferguson.

,,Ferguson er ekki lengur þarna til að láta reyna á Pogba, viðhorf hans virðist vera það sama og fyrir sex árum,“ skrifar Sam Cunningham, blaðamaður á Englandi.

,,Sir Alex Ferguson missti trúna á Paul Pogba á öðrum fundi með hans fræga umboðsmanni, Mino Raiola. Þar var talað um chihuahua og rasshausa. Ferguson þoldi ekki þennan ítalska hollending og neitaði að ræða samning nema að miðjumaðurinn kæmi, Ferguson taldi að þá þessi 19 ára strákur myndi ekki hafna þessum samningi eins og umboðsmaður hans. Raiola hafði undirbúið sig, hann sagði Ferguson að hringja í Pogba eftir æfingu og fá hann á fundinn. Pogba kom í herbergið og sagði að hann myndi ekki skrifa undir þennan samning. Ferguson snéri séri að Raiola og sagði hann vera rasshaus, Raiola varð ekki pirraður enda skildi hann varla orðið „twat“. Raiola sagði Ferguson að hann ætti tvo chihuahua hundi sem myndu ekki skirfa þetta. Ferguson kallaði hann aftur rasshaus.“

,,Þetta voru fyrstu endalok Pogba hjá Manchester United, Ferguson sagði að Pogba hefði aldrei sýnt Manchester United neina virðingu. Hver sá leikmaður sem taldi sig vera stærri en stjórinn hjá United á þessum tíma átti bara að fara, stórstjörnur í dag eru á leið í þá átt í fótboltanum. Þeir hafa meiri völd en aðrir leikmenn og stjórinn. Við sáum Cristiano Ronaldo gera þetta í níu ár hjá Real Madrid, enginn hreyfði við honum.“

,,Getið þið ímyndað ykkur Ferguson ef Pogba hefði sagt þetta um hann eftir leik? Hann hefði notað einhverja nýja týpu af hárblásara en hann var vanur. Ferguson þoldi ekki leikmenn sem töldu sig stærri en félagið, það sannaði hann með sölu á David Beckham.“

Greinin er í heild hérna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Sjáðu myndbandið sem ‘braut internetið’ – Tvær af stærstu stjörnum heims hittust í fyrsta sinn

Sjáðu myndbandið sem ‘braut internetið’ – Tvær af stærstu stjörnum heims hittust í fyrsta sinn
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

England: Chelsea lagði Leicester

England: Chelsea lagði Leicester
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Byrjunarlið Arsenal og Nottingham Forest – Jesus byrjar

Byrjunarlið Arsenal og Nottingham Forest – Jesus byrjar
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Lykilmaður Arsenal frá í marga mánuði

Lykilmaður Arsenal frá í marga mánuði
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Þungt að sjá Aron fara út af – Telur að þetta hafi farið í gegnum huga hans

Þungt að sjá Aron fara út af – Telur að þetta hafi farið í gegnum huga hans
433Sport
Í gær

Var erfitt að vinna með Guardiola – Slakur í mannlegum samskiptum

Var erfitt að vinna með Guardiola – Slakur í mannlegum samskiptum
433Sport
Í gær

,,Stundum vaknaði ég og vildi gefast upp“

,,Stundum vaknaði ég og vildi gefast upp“
433Sport
Í gær

Er að fá verulega launahækkun hjá Arsenal

Er að fá verulega launahækkun hjá Arsenal
433Sport
Í gær

Real Madrid telur sig í góðri stöðu þrátt fyrir áhuga United

Real Madrid telur sig í góðri stöðu þrátt fyrir áhuga United