Bloomberg heldur því fram að Roman Abramovich hafi gefist upp og vilji snú selja Chelsea.
Deilur Englendinga og Rússa hafa orðið til þess að Abramovich fær ekki landvistarleyfi í Englandi.
Abramovich elskar Chelsea en óttast að deilur Rússa við stór öfl líkt og Bretland og Bandaríkin hafi meiri áhrif en nú eru.
Sagt er að Abramovich hafi sett 3 milljarða punda verðmiða á félagið sem hann hefur gert að stórveldi.
Abramovich hefur dælt fjármunum inn í félagið sem hefur skilað sér í góðum árangri innan vallar.
Ljóst er að fjársterkir aðilar hafa áhuga á að kaupa Chelsea en sumum finnst verðmiðinn í hærra lagi miðað við tekjur félagsins.