Mauricio Pochettino stjóri Tottenham virðist ekki alveg öruggur með starfið sitt þessa dagana.
Tottenham hefur tapað þremur leikjum í röð enn Pochettino heimsækir Brighton um helgina með sína menn.
Liðið mætir svo Watford í deildarbikarnum í næstu viku og þar gæti allt klárast að mati Pochettino. Ef illa fer.
,,Ég stend við bakið á félaginu, ég gagnrýni það ekki. Allar ákvarðanir eru okkar,“ sagði Pochettino.
,,Kannski verðum við hér eftir fimm ár, kannski verðum við farnir í næstu viku. Við munum alltaf tala fallega um félagið.“
,,Við getum stoppað þessa gagnrýni með því að vinna leiki, ef við vinnum ekki leiki þá munu allir gagnrýna okkur. Ef við vinnum ekki leiki þá er ég fyrstur sem þarf að axla ábyrgð.