Neil Warnock stjóri Cardiff er einstakur karakter, enska úrvalsdeildin fær að njóta krafta hans í vetur. Hið minnsta.
Cardiff eru nýliðar í ensku úrvalsdeildinni en liðið mætir Manchester City um helgina.
Warnock var heiðarlegur í svörum í morgun þegar hann var spurður um væntingar til leiksins.
,,Ég ræddi við Sol Bamba (Varnarmann Cardiff) og bað hann um að reyna að halda þeim frá því að komast í tveggja stafa tölu, Liverpool og Chelsea eru góð lið en City eru bestir,“ sagði Warnock.
Warnock var spurður að því hvort hann hefði horft á þættina um City á Amazon Prime.
,,Amazon Prime? Hvað er það? Ég sé bara Amazon í heimabanka mínum, konan mín pantar eitthvað þar á hverjum degi.“