Manchester City tapaði fyrir franska liðinu Lyon í gær en liðin áttust við í Meistaradeild Evrópu. Það tap kom mörgum á óvart en City var fyrir leikinn talið mun sigurstranglegra lið.
City hefur nú tapað fjórum síðustu leikjum sínum í Meistaradeildinni sem er nýtt enskt met.
Enskt lið hefur aldrei tapað fjórum leikjum í Meistaradeildinni í röð eins og City hefur nú gert.
Liðið tapaði fyrst gegn Basel heima og þar á eftir fylgdu tvö töp gegn Liverpool 3-0 á útivelli og 2-1 heima.
Liðið tapaði svo heima gegn Lyon í gær og ljóst að Pep Guardiola þarf aðeins að ræða við sína menn.
Hann gæti einnig þurft að ræða við stuðningsmenn sína sem virðast ekki hafa neinn áhuga á Meistaradeildinni, gríðarlega mörg tóm sæti voru á vellinum í gær.
Það hefur reynst City oft erfit að fylla heimavöll sinn og sumir segja að það gerist bara þegar Manchester United kemur í heimsókn.
Mynd af velli City frá því í gær má sjá hérna.