fbpx
Laugardagur 23.nóvember 2024
433

Fer yfir þunglyndið sem hann upplifði í herbúðum Manchester United

Hörður Snævar Jónsson
Fimmtudaginn 20. september 2018 13:59

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Wilfried Zaha kantmaður Crystal Palace er einn hættulegasti leikmaður ensku úrvalsdeildarinnar.

Crystal Palace treystir mikið á Zaha en 19 ára gamall gekk hann í raðir Manchester United.

Hann upplifði erfiða tíma á Old Trafford og var fljótur að fara frá félaginu. Sir Alex Ferguson keypti hann en var hættur þegar Zaha kom til félagsins.

Undir stjórn David Moyes náði hann ekki að finna sig og honum leið afar illa. ,,Ég var að eiga við þetta þegar ég var 19 ára, ég bjó einn í Manchester. Ekki nálægt neinum, félagið réð því hvar ég myndi búa,“ sagði Zaha.

Zaha kvartar undan meðferðinni frá United. ,,Félagið gaf mér ekki bíl eins og öllum öðrum leikmönnum, ég bjó í helvíti, einn. Ekki með fjölskyldu minni, ég var langt niðri.“

,,Ég átti fullt af peningum en var samt niðurlútur og þunglyndur. Fólk heldur að peningar og frægð búi til hamingju, þú færð ekki sömu umhyggju og aðrir.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Lofaði að bjóða goðsögninni í mat ef þetta tekst á næstunni

Lofaði að bjóða goðsögninni í mat ef þetta tekst á næstunni
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Fyrrum vonarstjarna dæmd í fjögurra ára fangelsi – Lamaður eftir hrottafulla árás með ‘Rambo’ hníf

Fyrrum vonarstjarna dæmd í fjögurra ára fangelsi – Lamaður eftir hrottafulla árás með ‘Rambo’ hníf
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Virðist ekki sjá eftir ummælunum en baðst ‘afsökunar’ – ,,Hann er 30 ára gamall“

Virðist ekki sjá eftir ummælunum en baðst ‘afsökunar’ – ,,Hann er 30 ára gamall“
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Bætti met Haaland í gær

Bætti met Haaland í gær