Arsenal fagnaði sigri í Evrópudeildinni í kvöld er liðið vann 4-2 heimasigur á Vorskla Poltava.
Arsenal var ekki í miklum vandræðum með úkraínska liðið í dag og komst í 4-0 en slakaði svo töluvert á.
Unai Emery er stjóri Arsenal í dag en hann elskar Evrópudeildina og náði frábærum árangri með Sevilla í þeirri keppni á sínum tíma.
Emery var í kvöld að vinna sinn 32. leik í Evrópudeildinni sem er met en enginn annar maður hefur náð því.
Emery er þekktastur fyrir það að hafa unnið Evrópudeildina þrisvar með Sevilla áður en hann fór til Frakklands og tók við Paris Saint-Germain.