Ray Parlour, fyrrum leikmaður Arsenal, segir að það yrði gott fyrir félagið að hafna í fjórða sæti deildarinnar á þessu tímabili.
Parlour segir stuðningsmönnum að búast ekki við of miklu en liðið er á sinni fyrstu leiktíð undir stjórn Unai Emery.
,,Ég yrði hæstánægður ef þeir ná fjórða sætinu,” sagði Parlour í samtali við the Daily Star.
,,Ef þeir enda í fjórða sætinu þá yrði þetta mjög, mjög gott og árangursríkt tímabil. Svo mikil samkeppni er í deildinni.”
,,Að ná efstu fjórum er erfitt. Veðbankarnir hafa ekki rangt fyrir sér oft og Arsenal er sjötta líklegasta liðið til að ná fjórða sætinu.”