Jose Mourinho, stjóri Manchester United, var spurður út í framherjann Cristiano Ronaldo í dag.
Mourinho fékk spurningu á blaðamannafundi eftir 2-0 sigur liðsins á Burnley í ensku úrvalsdeildinni.
Greint var frá því fyrr í dag að Mourinho hafi neitað að fá Ronaldo til félagsins í sumar en það er ekki rétt samkvæmt Portúgalanum.
Mourinho segir að það hafi aldrei verið möguleiki að fá Ronaldo sem fór frá Real Madrid til Juventus.
,,Það var aldrei möguleiki fyrir mig að segja já eða nei. Að Cristiano myndi koma hingað var aldrei möguleiki,” sagði Mourinho.