Stephen Darby fyrrum varnarmaður Liverpool hefur þurft að hætta í fótbolta. Hann hefur greint með MND, sjúkdóminn.
Darby er 29 ára gamall en hefur verið á mála hjá Bolton.
Um sjúkdóminn af Wikipedia:
Hreyfitaugungahrörnun, einnig kallað MND, (e. Motor Neuron Disease) eða Hreyfitauga sjúkdómur er oft banvænn sjúkdómur sem herjar á hreyfitaugar líkamans, sem bera boð til vöðvanna. Sjúkdómurinn veldur máttleysi og lömun í höndum, fótum, munni, hálsi og fleiri líkamshlutum.
Darby lék einn leik með Liverpool í ensku úrvalsdeildinni en hann er varnarmaður.
Rafa Benitez var stjóri Liverpool þegar Darby lék sinn fyrsta leik fyrir félagið, árið 2010.
,,Ég var stoltur af því að gefa Darby sinn fyrsta leik fyrir Liverpool, ég er sorgmæddur að heyra af því að hann þurfi að hætta,“ sagði Darby.
,,Stephen er sérstakur drengur, hann hefur fullan stuðning frá mér. Hann mun aldrei ganga einn.“
I was proud to give Stephen Darby his Liverpool debut and now I am deeply saddened to learn of his retirement. Stephen is a special person and he has my total support. He will never walk alone. pic.twitter.com/S0BTTeow4L
— Rafa Benitez Web (@rafabenitezweb) September 19, 2018